Mál 56/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

56

Aðilar höfðu gert með sér munnlegan, og þar með ótímabundinn samning sem þ.a.l. var með sex mánaða uppsagnafresti. Leigjandinn greiddi 130.000 kr. í fyrirframgreidda leigu og flutti í eignina árið 2009 en í maí 2013 tilkynnti hann leigusölum að hann mundi flytja út í lok mánaðar. Hafði hann þá greitt leigu vegna maímánaðar. Kærunefndin rakti þau lagaákvæði sem við áttu, þ.e. að uppsagnarfrestur samningsins hefði verið sex mánuðir. Hins vegar væri aðilum heimilt að semja um styttri uppsagnarfrest. Nefndin rakti því næst samskipti aðila, en af þeim taldi hún ljóst að leigusalar hefðu aldrei mótmælt því að leigjandinn flytti út heldur fremur hvatt hann til þess og þá hefðu þeir stefnt að því að leigja íbúðina aftur út um leið og leigjandinn flytti út. Taldi kærunefndin því að aðilar hefðu samið um lok leigusamningsins og niðurstaðan var því sú að leigusölum bæri að endurgreiða leigjandanum 130.000 kr.

Mál 56/2013