Mál 64/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

64

Kona leitaði til nefndarinnar og krafðist úrlausnar um það í fyrsta lagi að leigusali hefði ekki mátt rifta samningi aðila og í öðru lagi um það að leigusala yrði gert að gera nýjan leigusamning við hana. Um það var að ræða að að íbúðarhúsnæði konunnar var selt Íbúðalánasjóði nauðungarsölu og hún óskaði eftir að leigja það áfram. Þremur mánuðum eftir að samningur var gerður hafði, að sögn sjóðsins, enn ekkert verið greitt í leigu og var konunni því sent bréf um að hún ætti að rýma húsnæðið. Konan kvartaði hins vegar yfir því að hafa ekki getað þinglýst samningnum og því fengjust ekki húsaleigubætur vegna hans.  Kærunefndin taldi að bréf sjóðsins hefði ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til greiðsluáskorunar í skilningi laganna og komst því að þeirri niðurstöðu að riftun sjóðsins á samningi aðila hefði verið ólögmæt. Hins vegar, þar sem þegar hefði fallið dómur um að konan skyldi borin út úr eigninni, og rýming eignarinnar hafði farið fram, taldi nefndin ekki hægt að úrskurða um skyldu sjóðsins til að gera nýjan leigusamning við hana. Var þeirri kröfu því hafnað á grundvelli þess að konan hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn hennar.

Þetta mál er fyrst og fremst athyglivert fyrir þær sakir að nefndin leysti úr ágreiningi aðila á grundvelli húsaleigulaga, þrátt fyrir að um leigu á grundvelli laga um nauðungarsölu (réttur þess sem missir húsnæði til að leigja það áfram til búsetu) en ekki „frjálsan“ húsaleigusamning hafi verið að ræða. Er þetta fyrsta málið af þessu tagi sem nefndin gefur álit sitt í, en fram að því var ekki fullljóst hvort ákvæði húsaleigulaga giltu um samninga af þessu tagi. Af afgreiðslu nefndarinnar má þó ráða að svo sé.

Mál 64/2013