Mál 66/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

66

Maður nokkur hafði flutt til móður sinnar til að annast hana í veikindum en hún lést 2. maí 2013. Eftir andlát hennar hafði leigusali boðið honum að taka yfir leigusamninginn frá 1. ágúst. Leigusali vildi hins vegar ekki gera nýjan samning, heldur yrðu maðurinn að taka yfir gamla samninginn og greiða húsaleigu vegna þess tíma sem liðinn var frá andláti móðurinnar. Sonurinn var hins vegar ósáttur við það og krafðist  þess að leigusala yrði gert að gera við hann nýjan samning. Það var álit nefndarinnar að vildu börn hinnar látnu ganga inn í leigusamninginn yrðu þau að taka við öllum skyldum sem á henni hvíldu, þ.á.m. að greiða húsaleiguskuldir. Var það því álit nefndarinnar að leigusala bæri ekki skylda til að gera nýjan samning við álitsbeiðanda, heldur einungi að bjóða honum að ganga inn í leigusamning móður hans.

Mál 66/2013