Mál 68/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

68

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusali skilaði tryggingarvíxli enda taldi hann sig ekki skulda neitt. Atvik voru þau að aðilar gerðu eins árs samning (með þriggja mánaða uppsagnarfresti) frá 1. júní 2010 til 1. júní 2011. Þegar sá samningur var að renna út var hann framlengdur til eins árs, eða til 1. júní 2012. Leigjandinn taldi sig hins vegar ekki bundinn af seinni samningnum enda væri verið að semja um lækkun leigunnar og væri því í raun enginn samningur í gildi. Hann fann sér því nýja íbúð og flutti út 14. júní 2012. Þar sem ekki tókst að finna nýja leigjendur fyrr en tveimur mánuðum síðar taldi leigusali sig eiga rétt á að innheimta víxilinn til að mæta töpuðum leigutekjum vegna þessa tíma. Á það féllst nefndin, og hafnaði því kröfu leigjandans, enda hefði verið gert samkomulag um framlengingu samningsins

Mál 68/2012