Mál 73/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

73

Þegar leigjandi leitaði til nefndarinnar var um það bil ár frá því leigusamningi aðila lauk en þrátt fyrir það hafði leigusali ekki skilað tryggingarfé að upphæð 120.000 kr. Krafðist leigjandinn því þess að fá féð endurgreitt ásamt verðbótum og viðeigandi vanskilavöxtum, enda hefði leigusali þurft að gera kröfu í trygginguna innan tveggja mánaða frá skilum húsnæðisins. Í raun var ekki ágreiningur meðal aðila um að leigusali skuldaði leigjanda umrædda fjárhæð, en nefndin taldi það utan við sitt svið að úrskurða um vexti. Var álit nefndarinnar því á þann veg að leigusali skyldi endurgreiða tryggingarféð ásamt verðbótum.

Mál 73/2013