Mál 81/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

81

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2012, en leigjandinn flutti út og skilaði lyklum að eigninni, án þess að uppsögn hefði farið fram, í október 2013. Leigjandinn krafðist þess fyrir nefndinni að leigusali endurgreiddi tryggingarféð og að hann endurgreiddi einnig kostnað vegna málunar og viðgerða á hlutum sem leigjandinn hefði ekki skemmt, en leigusali hefði krafist þess að leigjandinn málaði íbúðina. Leigusali byggði hins vegar á því að leigjandi hefði farið fyrirvaralaust úr íbúðinni og bæri því að borga leigu í uppsagnarfresti. Hins vegar hefði leigusali leigt íbúðina út að nýju 1. desember og því endurgreitt leigjandanum þann hluta tryggingarinnar sem hefði farið upp í leigu desembermánaðar. Þá hefði þess aldrei verið krafist að leigjandinn málaði íbúðina, það hefði hann gert að eigin frumkvæði, eins krafa leigusala hefði verið sú að hann skilaði íbúðinni í sama ástandi og hann tók við henni. Kærunefndin taldi að leigusala hefði verið heimilt að taka af tryggingarfénu leigu fyrir nóvembermánuð og að þar sem mikill ágreiningur væru um atvik hvað varðaði málun og viðgerðir á eigninni væri ekki hægt að krefja leigusala um þann kostnað.

Mál 81/2013