Mál 83/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

83

Aðilar gerðu mér sér leigusamning um íbúð sem í samningi var sögð 30-40 fermetrar. Samningurinn tók gildi 1. september 2013 en íbúðin var ekki tilbúin á þeim tíma og flutti leigjandinn ekki inn fyrr en 9. september. Eftir að leigjandinn flutti inn fannst honum íbúðarrýmið heldur lítið og lét mæla það. Kom í ljós við þá mælingu að rýmið var 14,1 fermetri en ekki 30-40. Á grundvelli þessa, og þess að leigjandinn virðist ekki hafa fengið húsaleigubætur þar sem íbúðin hafi ekki verið samþykkt, rifti leigjandinn samningnum. Fyrir nefndinni krafðist hann svo endurgreiðslu tryggingarfjár. Nefndin taldi ekki hægt að byggja riftun á því að íbúðin hefði ekki verið tilbúin á tilsettum tíma, þar sem leigjandinn hefði fengið afslátt af leigunni vegna þess, auk þess sem vika gæti ekki talist „verulegur afhendingardráttur“. Þá taldi nefndin einnig að riftun yrði ekki byggð á því að leigjandinn hefði ekki fengið húsaleigubætur, enda kæmi það ekki fram í samningnum að greiðsla húsaleigubóta væri forsenda fyrir gerð hans. Hins vegar taldi nefndin að stærðarfrávik frá samningi væru svo veruleg að um galla væri að ræða. Á grundvelli þess hefði leigjanda verið heimilt að rifta samningnum og þ.a.l. bæri leigusala að endurgreiða tryggingarféð.

Mál 83/2013