Mál nr. 2/2008

8. apríl 2007

Fimmtudaginn 8. apríl 2008 var fundur haldinn í Kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna og Félagi efnalaugaeigenda.

Fyrir var tekið mál nr. 2/2008
Sóknaraðila hér eftir nefndur H
gegn
Varnaraðila hér eftir nefndur Efnalaugin S

Deilt um bætur vegna tjóns á kjóldragt en tjón varð á jakka sem var settur álímdum pallíettum
Kröfur kvartanda

Kvartandi gerir kröfur um að varnaraðili verði gert að bæta dragtina að fullu með
kr. 24.800

Gögn:
1. Kvörtun H til Neytendasamtakanna dags. 20. desember 2007, ásamt tveim fylgiskjölum
2. Bréf Neytendasamtakanna til Efnalaugarinnar S dags. 1. febrúar 2008
3. Bréf Efnalaugarinnar S til Neytendasamtakanna, dags. 12. febrúar 2008, ásamt einu fylgiskjali
4. Jakki sem varð fyrir tjóni

Málavextir:
Kvartandi kveðst hafa farið með dragt í hreinsun hjá Efnalaugarinnar S í nóvember. Þegar dragtin hafi verið sótt hafi komið í ljós að álímdar pallíettur á jakkanum höfðu losnað af og lím undir þeim runnið út í jakkann. Jakkinn hefði styst og þrengst. Tveir hvítir bletti hafi verið á sitthvorri erminni sem virtist vera eftir lím. Að mati kvartanda er jakkinn ónýtur.
Efnalaugin S segir að merkingar á jakkanum hafi gefið til kynna að hann mætti hreinsa sem og þvo. Hann hafi verið hreinsaður. Jakkinn hafi fengið nákvæmlega sömu meðferð og annar fatnaður sem þar sé hreinsaður. Því sé það ekki sök efnalaugarinnar að pallíetturnar hafi losnað af og lím runnið út í jakkann.
 
Álit:

Að mati Kvörtunarnefndar Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda hefur jakkinn verið ranglega merktur. Ábyrgð skemmda á jakkanum er því ekki Efnalaugarinnar S.

Niðurstaða:
Efnalaugin S, ber ekki ábyrgð á skemmdum þeim sem urðu á jakkanum við hreinsun hjá efnalauginni.

Þorvarður Helgason
Dröfn Farestveit
Sigurjón Heiðarsson