Mál nr. 5/2008

31. október 2008

Föstudaginn 31. október 2008 var fundur haldinn í Kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna og Félagi efnalaugaeigenda.

Fyrir var tekið mál nr. 5/2008
A
gegn
D

Deilt um bætur vegna meints tjóns á jakka við hreinsun hjá D

Kröfur kvartanda
Kvartandi gerir kröfur um að varnaraðila verði gert að bæta flíkurnar að fullu með kr. 38.000

Gögn:
1. Kvörtun A til Neytendasamtakanna dags. 12. ágúst 2008.
2. Bréf Neytendasamtakanna til D, dags. 28. ágúst 2008.
3. Tölvubréf D til Neytendasamtakanna, dags. 11. september 2008.
4. Jakki sem varð fyrir meintu tjóni

Málavextir:
Kvartandi kveðst hafa farið með hvítan stakan jakka í hreinsun hjá D í ágúst 2008. Eftir meðhöndlun efnalaugarinnar á jakkanum hafi hann tekið á sig gráan lit auk þess sem á honum voru svartar eða dökk gráar rákir. Jakkinn hljóti að hafa verið hreinsaður vitlaust eða með einhverjum dökkum flíkum.
D kveðst hafa hreinsað jakkann tvisvar og þá eingöngu með hvítum flíkum. Umræddum rákum hafi efnalaugin náð úr er kvartandi kom aftur með jakkann í efnalaugina. Ekki hafi kvartandi getað sýnt fram á að litur jakkans hafi breyst. Efnalaugin telur sig ekki bera skaðabótaábyrgð.
 
Álit:
Jakkinn hefur verið hreinsaður með perlklóri eins og heimilt er skv. merkingu. Hreinsun með því efni veldur því yfirleitt að hvítur litur gránar lítilsháttar. Nefndin telur ekki að jakkinn hafi verið hreinsaður með dökkum flíkum eða að meðferð efnalaugarinnar á jakkanum hafi á nokkurn hátt verið ábatavant. Svo virðist sem efnalaugin hafi ekki vakið athygli kvartanda á því að hætt væri við að hvítur litur jakkans gæti breyst lítilsháttar sem eðlilegt hefði verið gera að mati nefndarinnar. Að mati nefndarinnar er því eðlilegt að efnalaugin endurgreiði kvartanda verð hreinsunarinnar.

Niðurstaða:
D, endurgreiði A, verð hreinsunar á jakka.

Þorvarður Helgason
Dröfn Farestveit
Sigurjón Heiðarsson