Mál nr. 7/2008

31. október 2008

Föstudaginn 31. október 2008 var fundur haldinn í Kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna og Félagi efnalaugaeigenda.

Fyrir var tekið mál nr. 7/2008
D
gegn
Efnalauginni S

Deilt um bætur vegna meints tjóns á silkiblússu hjá Efnalauginni S.

Kröfur kvartanda
Kvartandi gerir kröfur um að varnaraðila verði gert að greiða bætur að fjárhæð kr. 15.000

Gögn:
Kvörtun D til Neytendasamtakanna dags. 11. september 2008.
Símbréf Neytendasamtakanna til Efnalaugarinnar S, dags. 22. september 2008.
Símbréf Efnalaugarinnar S til Neytendasamtakanna, dags. 25. september 2008.
Silkiblússa sem varð fyrir meintu tjóni.

Málavextir:
Kvartandi kveðst hafa farið með silkiblússu í hreinsun hjá Efnalauginni S skömmu áður. Kvartandi muni hvorki hvenær blússan var keypt né hvað hún kostaði. Við hreinsunina virðist blússan hafa rifnað á báðum ermum. Efnalaug hefur boðið að kvartandi keypti blússu hjá Karen Millen, en þær kosta á bilinu kr. 20.000 til 25.000 og að greiða helming verðsins.  Einnig hefur efnalaugin boðið kr. 10.000 í peningum í bætur.

Álit:
Ekki er vitað um aldur blússunnar en að mati nefndarinnar er slit blússunnar að hluta orsök þess að hún hefur ekki þolað hreinsunina. Efnalaugin hefur boðið bætur, helming verðs á blússu sem kostar kr. 20.000 til 25.000 eða kr. 10.000 í bætur. Nefndin telur kr. 10.000 bætur til kvartanda ásættanlegar.

Niðurstaða:
Efnalaugin S, greiði D kr. 10.000 vegna tjóns á silkiblússu sem varð á henni við hreinsun hjá efnalauginni.

Þorvarður Helgason
Dröfn Farestveit
Sigurjón Heiðarsson