Mál 11/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

11

Upp kom leki og rakaskemmdir í leiguíbúð. Aðilar voru ekki sammála um orsök lekans en leigjandinn taldi hann stafa frá svalagólfi en leigusalinn byggði á því að lekinn stafaði frá þvottavél eða vaski. Vildi leigusalinn því að leigjandinn greiddi kostnað vegna sjálfsábyrgðar en tjónið fékkst greitt úr tryggingu leigusala. Kærunefndin leit til þess að samkvæmt húsaleigulögum skal leigusali bera tjón sem væri bótaskylt úr húseigendatryggingu. Þar sem fyrir lá að tjónið hefði fengist bætt úr húseigendatryggingu taldi nefndin að leigjandanum bæri ekki að greiða kostnað vegna sjálfsábyrgðar. Var leigusalanum því óheimilt að ganga að tryggingarfénu.

Mál 11/2014