Mál 19/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

19

Leigusali krafðist þess að leigjandi greiddi bætur vegna rakaskemmda á borðplötu við eldhúsvask. Leigjandinn taldi hins vegar að rakaskemmdirnar mætti rekja til þess að frágangur á borðplötu væri ófullnægjandi. Leigusali sagði leigjandann aldrei hafa gert athugsemdir við ófullnægjandi frágang og að hann hefði fyrst vitað af skemmdunum við úttekt á húsnæðinu en möguleiki hefði verið að minnka umfang tjónsins hefði leigjandinn upplýst um þetta fyrr. Leigjandi mótmælti því, þar sem um spónaplötu væri að ræða en ekki gegnheilan við, hefði viðgerð alltaf verið ómöguleg. Kærunefndin féllst á að leigjanda hefði borið að tilkynna leigusala um skemmdirnar en að þó væri ekki ljóst hvenær skemmdirnar hefðu komið í ljós. Þá taldi nefndin jafnframt að um væri að ræða afleiðingar ófullnægjandi frágangs og að gallinn hefði því í raun verið til staðar við upphaf leigutíma. Var því ekki fallist á að leigjandinn bæri bótaábyrgð vegna tjónsins.

Mál 19/2014