Mál 20/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

20

Í samningi aðila var kveðið á um að leigjandi skyldi mála íbúðina á sinn kostnað við lok leigutíma. Leigusali hélt því fram að samkvæmt þessu ætti leigjandi að greiða fyrir málun og eins neitaði leigusali að endurgreiða verðbætur á tryggingafé þar sem leigjandinn hefði skemmt helluborð. Leigjandinn féllst ekki á þetta og krafðist þess fyrir nefndinni að fá tryggingarféð endurgreitt með verðbótum enda bæri henni hvorki að borga fyrir málun íbúðarinnar né hefði hún valdið skemmdum á henni. Nefndin rakti að heimilt væri að semja um að leigjandi tæki að sér að mála eða annað viðhald sem leigusali bæri annars ábyrgð á samkvæmt lögum, en þá yrði jafnframt að semja um lækkun leigu. Þar sem ekki hefði verið samið um lækkun leigu væri ekki heimilt að láta leigjanda borga fyrir málun íbúðarinnar. Hvað varðaði skemmdir á íbúðinni þá hefði engin úttekt farið fram á henni við afhendingu eða skil og þar sem aðilar væru ekki sammála væri ekki sýnt fram á að leigjandinn hefði valdið neinum skemmdum. Var því niðurstaða nefndarinnar sú að leigusala bæri að endurgreiða allt tryggingarféð, auk verðbóta, og að honum bæri einnig að greiða fyrir málun íbúðarinnar.

Mál 20/2014