Mál 21/2015

Tag: : 

Ár álits: 

2015

Númer álits: 

21

Leigusali hélt eftir tryggingarfé þar sem hann taldi ástandi húsnæðis vera ábótavant við lok leigutíma. Leigutaki taldi sig eiga rétt á endurgreiðslu tryggingarfjár þar sem hann hafi ekki valdið neinum skemmdum á leiguhúsnæðinu. Engin úttekt hafði farið fram í upphafi leigutíma né undir lok leigutíma og taldi kærunefndin leigusala því ekki hafa sýnt fram á að þær skemmdir sem hann taldi vera á húsnæðinu væru af völdum leigutaka. Af þeim sökum taldi nefndin leigusala þurfa að skila þeim fjármunum sem hann hélt eftir til leigutaka.

Mál 21/2015