Mál 22/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

22

Leigjandi leitaði til nefndarinnar þar sem hann taldi riftun leigusala á samningnum ólögmæta. Atvik voru þau að leigjandinn var með kött í íbúðinni og rifti leigusalinn samningnum vegna þess. Kærunefndin leit til þess að þar sem íbúðin, sem var í fjöleignarhúsi, deildi hvorki inngangi né stigagangi með öðrum íbúðum, þyrfti ekki samþykki annarra íbúa fyrir kattahaldi. Þá væri ekki í samningi aðila fjallað um bann við kattahaldi og ekki yrði séð að umgengnisreglur í húsinu bönnuðu slíkt dýrahald. Á grundvelli þessa var leigjandinn ekki talinn hafa brotið gegn samningnum með umræddu kattahaldi og var riftun því ólögmæt.

Mál 22/2014