Mál 25/2015

Tag: : 

Ár álits: 

2015

Númer álits: 

25

Leigusali hélt eftir 20.000 krónum af fyrirframgreiddu leigugjaldi sem leigutaki hafði greitt við upphaf leigutíma. Taldi leigusali sér heimilt að halda eftir þessum fjármunum vegna kostnaðar og umstangs sem fylgt hafði riftun leigutaka á leigusamningi þeirra, en samningnum hafði verið rift daginn eftir að hann var undirritaður þar sem í ljós kom að leigutaki myndi ekki öðlast rétt til húsaleigubóta á leigutímanum. Í samningi aðila var ákvæði þar sem fram kom að leigusali myndi halda eftir 35.000 krónum ef leigutaki hætti við að leigja húsnæðið, en leigusali hafði lækkað þá fjárhæð í 20.000 krónum þegar málið var lagt fyrir kærunefnd húsamála. Kærunefndin taldi leigutaka ekki hafa verið heimilt að rifta samningum á framangreindum forsendum en að leigusali hafi ekki sýnt fram á neitt tjón vegna þeirrar riftunar. Enn fremur taldi kærunefndin að ákvæði í húsaleigusamningi um að leigusali haldi eftir ákveðnum fjárhæðum snúist leigutaka hugur um leigu á húsnæðinu hafi verið í andstöðu við húsaleigulög og gæti það ákvæði því ekki verið bindandi fyrir aðila. Af þeim sökum taldi kærunefndin leigusala þurfa að skila þeim fjármunum sem hann hélt eftir, alls 20.000 krónum.

Mál 25/2015