Mál 27/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

27

Leigjandi hafði verið með íbúð á leigu frá árinu 2009. Á árinu 2013 hafði leigusali samband við hann og sagði að annað félag hefði tekið yfir íbúðina og að hann yrði að gera nýjan samning við það félag. Jafnfram var leigjandanum sagt að tryggingarféð, að upphæð 255.000 kr., yrði endurgreitt. Þar sem endurgreiðslan barst þó ekki leitaði leigjandinn til nefndarinnar. Nefndin leit svo á að samningi aðila hefði lokið á árinu 2013 enda hefði leigjandi gert samning við nýjan eiganda. Eftir að samningnum lauk hefði fyrri leigusali svo haft tvo mánuði til að gera kröfu í féð. Það hefði ekki verið gert og bæri honum því að endurgreiða leigjandanum tryggingarféð auk verðbóta.

Mál 27/2014