Mál 29/2015

Tag: : 

Ár álits: 

2015

Númer álits: 

29

Að loknum leigutíma hélt leigusali eftir hluta tryggingarfjár þar sem stólar og borð, sem voru til staðar við upphaf leigutíma og tilheyrðu leigusala, voru horfin auk þess sem þrifum á húsnæðinu við lok leigutíma var ábótavant. Leigutaki viðurkenndi að þrif á bökunarofni hefðu verið slæm og samþykkti að leigusali héldi eftir 15.000 krónum vegna þess. Hann taldi sig hins vegar eiga rétt á að fá afgang tryggingarfjárins til baka. Kærunefnd húsamála leit til ákvæða húsaleigulaga og taldi leigusala ekki hafa verið heimilt að ráðstafa tryggingarfénu, enda var samþykki leigutaka ekki fyrir hendi. Af þeim sökum taldi nefndin að leigusala bæri að endurgreiða tryggingarféð að fullu, fyrir utan þær 15.000 krónur sem leigutaki hafði sérstaklega samþykkt að leigusali héldi eftir vegna slæmra þrifa á bökunarofni.

Mál 29/2015