Tag: :
Ár álits:
2015
Númer álits:
31
Leigutaki leitaði til kærunefndar húsamála þar sem hann taldi sig eiga rétt á lengri uppsagnarfresti en leigusali hugðist veita honum. Leigusali hafði selt húsnæðið og taldi sig hafa gert leigutaka þann greiða að leyfa honum að búa í húsnæðinu þangað til það yrði afhent. Leigutaki benti hins vegar á þá staðreynd að hann hafði búið í húsnæðinu á grundvelli ótímabundins húsaleigusamnings undanfarin 19 ár. Af þeim sökum taldi hann sig eiga rétt á tólf mánaða uppsagnarfresti. Kærunefnd húsamála var sammála leigutaka, enda var ekkert sem benti til þess að samningi aðila hefði verið sagt upp fyrr en í ágúst á þessu ári. Af þeim sökum taldi nefndin leigutaka eiga rétt á uppsagnarfresti til 1. september 2016, eða í alls tólf mánuði.
Mál 31/2015