Mál 3/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

03

Aðilar höfðu gert ótímabundinn leigusamning frá 1. október 2013. Mjög stuttu eftir að samningstíminn hófst tilkynnti leigjandinn hins vegar að hann vildi flytja og útvegaði, í samráði við leigusala, nýja leigjendur sem fluttu inn 30. nóvember sama ár. Ágreiningur aðila snerist um það að leigusali taldi sér heimilt að ganga í bankaábyrgð leigutakans, þar sem uppsögn hefði ekki verið skrifleg og leigjandi hefði brotið gegn ákvæði leigusamningsins um sex mánaða uppagnarfrest. Taldi leigusali sig eiga rétt á þriggja mánaða leigu vegna þessa. Þessu mótmælti leigjandinn og vísaði til samkomulags aðila svo og þess að nýir leigjendur hefðu flutt í húsnæðið. Þar sem nefndin taldi að um samkomulag aðila hefði verið að ræða, og auk þess hefðu nýir leigjendur flutt inn strax og leigjandinn flutti út, var kröfu leigusalans hafnað. 

Mál 3/2014