Mál 32/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

32

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning og átti honum að ljúka 25. júní 2014. Í janúar ákvað leigjandinn hins vegar að kaupa íbúð og var samkomulag með aðilum um að leigjandi flytti út í kringum mánaðamótin jan-feb en greiddi leigu út febrúarmánuð. Eftir þann tíma gekk hins vegar illa að ná í leigusala og fá hann til að endurgreiða tryggingarféð, 480.000 kr. Nefndin taldi ljóst að samkomulag hefði komist á varðandi uppögn samningsins. Þá lægi ekkert fyrir um að leigjandinn skuldaði leigu og leigusali hafði ekki gert kröfu í tryggingarféð innan tveggja mánaða frá skilum húsnæðisins. Þá var því ekki haldið fram að leigjandi hefði valdið einhverjum skemmdum á íbúðinni. Var það því niðurstaða nefndarinnar að leigusali skyldi endurgreiða tryggingarféð með verðbótum.

Mál 32/2014