Mál 40/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

40

Um var að ræða tímabundinn leigusamning sem lauk 31. maí 2014. Eftir að leigjandinn flutti út virðist leigusalinn hins vegar hafa neitað að endurgreiða tryggingarféð, þar sem leigjandinn skuldaði í hússjóð auk þess sem íbúðin hefði verið illa þrifin og skemmdir eftir leigjandann. Þessu mótmælti leigjandinn og og sagði engin gögn sýna umræddar skemmdir, eða slæleg þrif, auk þess sem engin úttekt hefði farið fram á eigninni og engar kvittanir lægju fyrir vegna viðgerðar á skemmdum. Hins vegar féllst leigjandinn á að hann skuldaði ákveðna upphæð í hússjóð. Nefndin tók fram að ekki mætti taka af tryggingarfé nema leigjandi samþykkti eða dómur gengi um bótaskyldu hans. Þar sem svo var ekki og ágreiningur uppi um málsatvik skyldi leigusali endurgreiða tryggingarféð fyrir utan umrædda greiðslu í hússjóð.

Mál 40/2014