Mál 46/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

46

Leigusali hélt því fram að hann mætti halda eftir 40.000 kr. af tryggingarfé og eins sleppa því að greiða leigjanda 30.000 kr. afslátt sem samið hafði verið um af leiguverðinu (þar sem leigjandi flutti fyrr út en áætlað var) þar sem leigjandinn hefði valdið skemmdum á plastparketi. Leigjandinn neitaði því hins vegar að hafa valdið skemmdunum og taldi íbúðina hafa verið í mjög slæmu ástandi þegar hann tók við henni. Þar sem aðilar voru ekki sammála um þetta og engin úttekt hafði farið fram á húsnæðinu féllst nefndin ekki á að leigusali mætti taka af tryggingarfé vegna skemmda á parketi. Þá taldi nefndin að hinn umsamdi afsláttur hefði verið vegna samkomulags um að leigjandi skilaði íbúðinni fyrr en kveðið var á um í samningi og engin heimild væri til að nýta þá upphæð sem bætur vegna skemmda. Ætti leigusali því að uppfylla sinn hluta þess samkomulags og greiða leigjandanum afsláttinn, auk tryggingarfjárins.

Mál 46/2014