Mál 47/2015

Tag: : 

Ár álits: 

2015

Númer álits: 

47

Leigutaki leitaði til nefndarinnar og krafðist viðurkenningu á því að leigusala hafi verið óheimilt að ganga að bankaábyrgð, sem hann lagði til grundvallar við upphaf leigutíma. Leigutaki taldi sig hafa skilað leiguíbúð að leigutíma loknum með fullnægjandi hætti og að engar forsendur væru til þess að ganga að ábyrgðinni, enda öll sú rýrnun sem átti sér stað á íbúðinni einungis eðlilegt slit. Leigusali taldi margt hafa verið í ólagi þegar hann tók við íbúðinni að leigutíma loknum og lagði fram kostnaðaráætlun sem sýndi að það muni kosta 670.000 krónur að koma íbúðinni í eðlilegt stand, en bankaábyrgðin sem um ræddi var 250.000 krónur.

Kærunefndin taldi ekki koma til greina að leigutaki yrði látinn sjá um málun íbúðarinnar, enda væri það hluti af viðhaldsskyldum leigusala en féllst þó á að leigjanda sé gert að greiða fyrir ýmis atriði sem byggingarfulltrúi hafði metið þannig að leigjandi beri ábyrgð á. Um var að ræða skemmdir á baðþli, plexigleri undir og yfir ljósi í eldhúsinnréttingu, hangandi eldhúsljósi, gardínum o.fl. að upphæð 119.247 krónur. Einnig hafði leigjandi skilað íbúðinni illa þrifinni og taldi byggingarfulltrúi hæfilegt að leigjandi greiði 22.000 krónur fyrir þrif. Af þeim sökum taldi nefndin að leigusala væri heimilt að ganga að samtals 141.247 krónum af bankaábyrgð viðkomandi leigjanda.

Mál 47/2015.