Mál 49/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

49

Eftir að leigusamningi aðila lauk endurgreiddi leigusali leigjandanum tryggingarféð en ágreiningur var hins vegar um verðbætur en samkvæmt húsaleigulögum á tryggingarfé að vera verðtryggt. Leigusalinn, sem virðist hafa notið aðstoðar leigumiðlara, taldi sér hins vegar heimilt að halda verðbótunum eftir, á grundvelli þess að húsnæðið hefði verið skemmt við skil þess. Þá virðist sem leigusali hafi gert formlega kröfu í tryggingarféð innan tilskilins frests. Kærunefndin leit til þess að þar sem aðilar væru ekki sammála um tjónið og greiðslu vegna þess hefði átt að leita mats byggingarfulltrúa á tjóninu. Þar sem það var ekki gert og kærunefndin taldi tjónið ekki nægilega sannað var leigusala gert að greiða verðbætur af tryggingarfénu.

Mál 49/2014