Mál 56/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

56

Leigjandi flutti úr leiguíbúð 1. ágúst 2014. Í kjölfarið virðist leigusali hafa gert kröfu um leigu vegna ágústmánaðar, en í samskiptum við leigjandann virðist hann hafa haldið því fram að ekki væri um að ræða leigugjald heldur gjaldtöku vegna lélegs frágangs á eigninni við skilin. Fyrir nefndinni hélt leigusali því hins vegar fram að um leigu vegna ágústmánaðar væri að ræða þar sem eignin hefði ekki verið rýmd fyrr en í ágúst. Nefndin hafnaði því að taka þann rökstuðning til frekari skoðunar þar sem krafan var kynnt leigjandanum sem bótakrafa vegna frágangs, og hæpið væri að breyta rökstuðningi fyrir þessari gjaldtöku eftir að málið hafi verið komið til nefndarinnar. Þar sem aðilar væru ekki sammála um að tjón hefði orðið á hinu leigða og mats byggingarfulltrúa hefði ekki verið leitað eins og lög gerðu þó ráð fyrir var kröfu leigusalans hafnað.

Mál 56/2014