Mál 57/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

57

Leigjandi fór fram á afslátt af leiguverði auk annarra bóta vegna ónæðis í tengslum við framkvæmdir sem voru við fasteignina sem hann bjó í. Svo virðist þó sem framkvæmdirnar hafi verið í gangi í næsta húsi en leigjandinn hélt því fram að leigusali hefði leynt því að framkvæmdir væru fyrirhugaðar. Stórvirkar vinnuvélar hefðu verið á svæðinu og hávaði af höggbor. Þá hefðu verið óþrif í sameign vegna framkvæmdanna. Kærunefndin hafnað kröfum hans enda lægi ekki fyrir mat byggingarfulltrúa á afslættinum, auk þess sem ekki hafi verið um að ræða viðhaldsvinnu á vegum leigusala heldur framkvæmdir í næsta húsi.

Mál 57/2014