Mál 60/2014

Tag: : 

Ár álits: 

2014

Númer álits: 

60

Leigjandi leigði íbúð á háskólasvæði og hafði notið ókeypis rútuferða til og frá háskóla auk nettengingar um ákveðinn tíma. Leigusali tók síðan ákvörðun um að fella niður rútuferðirnar og krefjast sérstakrar greiðslu fyrir nettengingu. Leigutaki taldi slíkt óheimilt þar sem um hluta af samningi aðila væri að ræða og að forsendur fyrir samningnum væru brostnar vegna háttsemi leigusala. Í húsaleigusamningi voru fylgiskjöl upptalin en þar kom hvergi fram skjal sem bar með sér að áðurnefndir þættir væru endurgjaldslaus hluti af samningnum en leigutaki taldi slíkt leiða af auglýsingum á vegum leigusala. Kærunefnd húsamála leit einungis til framangreindra fylgiskjala og þar sem hvergi kom fram í þeim að um hluta af samningi væri að ræða taldi nefndin leigusala heimilt að fella niður rútuferðirnar og krefja leigutaka sérstaklega um kostnað vegna nettengingar. Atvik í máli 61/2014 voru að fullu sambærileg.

Mál 60/2014