Mál 8/2015

Tag: : 

Ár álits: 

2015

Númer álits: 

08

Leigutaki fór fram á það við leigusala að fá að að flytja úr leiguhúsnæði áður en húsaleigusamningi var lokið, þar sem hann hafði fundið aðra og hentugri íbúð. Leigusali samþykkti það að því gefnu að nýr leigusali flytti inn, svo hann yrði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Þegar nýr leigutaki flutti inn fór fyrri leigutaki fram á að sér yrði skilað til baka þeirri fjárhæð sem hann taldi sig hafa greitt við upphaf leigusamnings sem ,,fyrirframgreiðslu“. Leigusali hafnaði því hins vegar þar sem leigutaki hafði ekki greitt húsaleigu fyrir síðasta mánuð leigutímans. Leigutaki fór með málið fyrir kærunefnd húsamála sem gaf álit sitt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og taldi nefndin leigusala eiga að skila fyrirframgreiðslunni. Leigusali fór þá fram á endurupptöku málsins og bar fyrir nefndina ný gögn sem sýndu að málavextir voru aðrir en upphaflega var talið. Með tilliti til þessara nýju gagna samþykkti nefndin endurupptöku og varð niðurstaða málsins þá sú að leigusali ætti ekki að endurgreiða fyrirframgreiðsluna, enda væri ljóst að leigutaki hafði ekki greitt leigusala húsaleigu fyrir síðasta mánuðinn og gat leigusali því ráðstafað fyrirframgreiðslunni upp í þau vanskil.

Mál 8/2015 (endurupptekið).