Mál nr. A-13/2007

Efni dóms: 

Aðilar gerðu leigusamning 1. apríl 2006 sem var sagður bæði tímabundinn og ótímabundinn. Uppsagnarfrestur var tilgreindur þrír mánuðir af beggja hálfu og tæpu ári síðar tilkynnti leigusali leigjanda að fyrirhugað væri að selja íbúðina og því þyrfti hún að segja samningi þeirra upp með þriggja mánaða fyrirvara, sem rann þá út 1. maí 2007. Eignin var síðan seld og átti að afhendast nýjum eiganda 1. júní sama ár. Um miðjan  maí sendi leigusali bréf til leigjanda þar sem farið var fram á að íbúðin yrði rýmd innan sjö daga, enda hefðu orðið vanskil á leigugreiðslum og samningi í raun verið sagt upp. Leigjandi greiddi þær greiðslur sem höfðu verið í vanskilum en yfirgaf ekki eignina. Leigjandi hélt því fram að gerður hefði verið ótímabundinn leigusamningur og því væri uppsagnarfrestur sex mánuðir, en ekki þrír eins og leigusali hélt fram. Leigusali bar því hins vegar við að aðilar hafi samið um að samningurinn væri tímabundinn hvað uppsögn varðaði og að í samningi aðila kæmi skýrt fram að uppsagnarfrestur væri 3 mánuðir. Í úrskurði héraðsdóms var farið yfir þá meginreglu að óheimilt er að semja um lakari rétt en húsaleigulög veita leigjendum nema sérstakar undantekningar eigi við. Í þessu máli áttu þær undantekningar ekki eiga við og því var samningur aðila ótímabundinn. Þannig var uppsagnarfrestur hans sex mánuðir. Þar sem sex mánuðir höfðu ekki liðið síðan samningi var sagt upp með bréfi leigusala var kröfum leigusala um útburð hafnað.

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Suðurlands 25. júlí í máli nr. A-13/2007

Númer dóms: 

A-13

Ártal dóms: 

2007