Mál nr. 182/2008

Efni dóms: 

Aðili keypti fasteign á nauðungarsölu í mars 2003 en þá voru leigjendur í húsnæðinu. Hinn nýi eigandi skoraði á leigjendur að rýma fasteignina, ellegar færi hann fram á útburð úr henni. Úrskurður gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur um útburð leigjenda úr fasteigninni í september 2003 og rýmdu þau húsnæðið í lok sama mánaðar. Málsaðilar deildu um hvort samið hefði verið um að leigjendur greiddu húsaleigu fyrir þann tíma sem þau bjuggu í húsnæðinu eftir að hún var seld á nauðungaruppboði. leigjendur könnuðust ekki við að samkomulag hefði komist á með þeim og hins nýja eiganda um greiðslu á húsaleigu á tímabilinu mars til september 2003. Gegn neitun þeirra var talið að leigusala hefði ekki tekist að sanna að þau hefðu gengist undir skuldbindingar um húsaleigugreiðslu. Voru leigjendur því sýknaðir af kröfu eiganda fasteignarinnar.

D Ó M U R Hæstaréttar Íslands í máli nr. 182/2008

Númer dóms: 

182

Ártal dóms: 

2008