Mál nr. A-209/2013.

Efni dóms: 

Landsbankinn eignaðist fasteign á nauðungarsölu. Sýslumaður samþykkti leigu í tólf mánuði til handa gerðarþolum, en aldrei voru neinar leigugreiðslur greiddar til Landsbankans. Bankinn sendi því áskorun til leigjenda hálfu ári síðar og fór fram á greiðslu vangoldinna gjalda fyrir þann tíma en að öðrum kosti yrði samningnum rift að sjö daga fresti liðnum. Leigjendur aðhöfðust ekkert á þeim tíma og var samningnum því rift auk þess sem farið var fram á útburð. Leigjendur töldu áskilnaði húsaleigulaga ekki hafa verið fullnægt hvað varðaði tilkynningar og fleira þegar kemur að riftun. Héraðsdómari féllst hins vegar ekki á þær málsástæður og taldi óumdeilt að leigjendur hefðu ekkert greitt vegna afnota sinna af íbúðinni. Af þeim sökum var útburðargerð samkvæmt lögum um aðför látin fram ganga.

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 24. maí 2013 í máli nr. A-209/2013.

Númer dóms: 

A-209

Ártal dóms: 

2013