Mál nr. A-252/2007

Efni dóms: 

Deilt var um það hvort að leigusala hefði verið heimilt að rifta samningi og krefjast útburðar á grundvelli slæmrar umgengni leigjanda. Atvik voru þau að ítrekaðar kvartanir höfðu borist frá nágrönnum leigjandans vegna hávaða og drykkjuláta. Leigjandinn hélt því hins vegar fram að riftunin væri ólögmæt þar sem skrifleg áminning hefði ekki verið send honum. Dómurinn tók fram að leigusalinn hefði ekki sýnt fram á að hann hefði áminnt leigjandann, eða sent honum skriflega aðvörun vegna slæmrar umgengni. Var því kröfu leigusalans um útburð því hafnað.

ÚRSKURÐUR Héraðsdómur Reykjavíkur 18. september 2007 í máli nr. A-252/2007

Númer dóms: 

A-252

Ártal dóms: 

2007