Mál nr. 262/2014

Efni dóms: 

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að fyrrum eigandi húsnæðis skyldi með beinni aðfarargerð borinn út úr húsnæðinu, sem nú var í eigu aðila sem hafði átt hæsta boð í eignina við nauðungarsölu. Fyrir lá að hann hafði óskað eftir því við framhald uppboðs hjá sýslumanni að hanni fengi afnot að húsnæðinu í allt að tólf mánuði, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og 3. mgr. 8. gr. auglýsingar nr. 572/2010. Sýslumaður hefði á hinn bóginn hvorki tekið afstöðu til óskar fyrrum eigandans né ákveðið lengd afnotatímans. Skorti því á að uppfyllt væru skilyrði til þess að hann hefði réttilega verið veitt heimild til að halda notum af eigninni.

D Ó M U R Hæstaréttar Íslands í máli nr. 262/2014

Númer dóms: 

262

Ártal dóms: 

2014