Mál nr. 474/2014

Efni dóms: 

Í málinu krafðist leigutaki þess að tímabundinn húsaleigusamningur framlengdist um þrefaldan umsaminn tíma, enda hefði hann greitt húsaleigu fyrirfram fyrir allan leigutímann og vísaði leigutaki til 1. mgr. 34. gr. húsaleigulaga máli sínu til stuðnings en þar segir að semji aðilar leigusamnings um íbúðarhúsnæði um fyrirframgreiðslu á húsaleigu til lengri tíma en þriggja mánaða öðlist leigutaki kröfu um leigurétt í þrefaldan þann tíma. Í þessu tilviki hafði leigutaki greitt fyrirfram þriggja ára leigu og taldi sig því eiga rétt á að leigja eignina í níu ár. Fyrir lá hins vegar að umræddur leigutaki hafði ekki þinglýst þessum réttindum sínum yfir eigninni og þar sem nýr eigandi hafði eignast húsnæðið gat hann ekki byggt á 1. mgr. 34. gr. hsll. gagnvart honum án þinglýsingar. Af þeim sökum var kröfum leigutaka hafnað.

D Ó M U R  Hæstaréttar Íslands í máli nr 474/2014

Ártal dóms: 

2015