Mál nr. A-74/2007

Efni dóms: 

Í maí 2006 var gerður tímabundinn leigusamningur milli aðila, til loka nóvember sama ár. Í leigusamningi aðila var ákvæði að heimilt væri að rifta samningi ef húsreglur væru brotnar að undangenginni viðvörun þess efnis. Ítrekaðar viðvaranir voru sendar leigjanda vegna brota á reglunum og var ákveðið að framlengja ekki samninginn. Honum lauk því 30. nóvember 2006 og var leigjanda tilkynnt um að lyklum skyldi skilað í síðasta lagi þann dag. Leigjandi var í íbúðinni fram í febrúar þegar leigusali sendi honum tilkynningu um að farið yrði fram á útburð með beinni aðfarargerð. Leigjandi bar því við að hafa ekki fengið neinar tilkynningar frá leigusala, fyrir utan aðvörun vegna óláta og brota á húsreglum. Leigjandi taldi sig því ekki hafa vanefnt samning þannig að það réttlæti það að samningur verði ekki framlengdur. Í úrskurði héraðsdómara var tekið fram að tímabundinn samningur aðila falli niður án sérstakrar uppsagnar, nema um annað sé samið. Í samningi aðila var ekki samið sérstaklega um áframhaldandi leigurétt eða framlengingu á uppsagnarfresti. Af þeim sökum hafði leigusamningur aðila runnið sitt skeið og var leigusala heimilt að fá leigjanda borinn út með beinni aðfarargerð.

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí í máli nr. A-74/2007

Númer dóms: 

A-74

Ártal dóms: 

2007