Mál nr. E-11781/2009

Efni dóms: 

Aðilar gerðu munnlegan leigusamning 11. september 2007 og var leiguverð 80.000 kr. á mánuði auk rafmagns og hússjóðs. Leigjandinn var í íbúðinni til 11. maí 2009. Leigusali höfðaði mál til heimtu vangreiddrar leigu og skaðabóta vegna árangurslausra innheimtutilrauna og kostnaðar af þeim. Vangreitt var fyrir tímabilið nóvember 2008 til maí 2009, en innheimtukostnaður leigusala var 250.000 kr. Leigjandi sagðist hafa greitt fyrir umrætt tímabil en að það hafi verið greitt með peningum og því voru ekki til neinar skrár um greiðslurnar. Héraðsdómari tók fram að geri aðilar munnlegan leigusamning gildi húsaleigulögin eins og um ótímabundinn samning væri að ræða. Þar sem leigjandi hafði ekki náð að sanna að hann hefði greitt fyrir tímabilið nóvember 2008 til maí 2009 var honum gert að greiða leigusala leigu fyrir þann tíma. Kröfu leigusala um 250.000 kr. skaðabætur vegna innheimtukostnaðar var vísað frá dómi þar sem sú krafa var engum gögnum studd. 

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2011 í máli nr. E-11781/2009

Númer dóms: 

E-1178

Ártal dóms: 

2009