Mál nr. E-1231/2008.

Efni dóms: 

Leigjandi gerði leigusamning við einkahlutafélag sem í fyrstu var tímabundinn frá 20. janúar 2007 til 19. janúar 2008 en síðan var samningnum breytt þannig að hann myndi gilda til loka október 2007. Aðrir aðilar keyptu síðan fasteignina og flutti leigjandinn út úr íbúðinni í lok ágústmánaðar 2007, en í kaupsamningi var kveðið á um að nýir eigendur tækju við leigusamningnum. Þegar leigjandinn flutti út hætti hann jafnframt að greiða leigu til leigusala. Hinn nýi eigandi og leigusali höfðaði því mál til þess að fá greidda leigu fyrir september og október 2007, þ.e. út samningstímann. Leigjandinn taldi hins vegar þann samning sem gerður hafði verið á milli seljanda fasteignarinnar og hins nýja kaupanda sér óviðkomandi og að ekkert samningssamband hefði stofnast á milli sín og hinna nýju eigenda fasteignarinnar. Fyrir lá vitnisburður þess efnis að leigusali hefði beðið leigjanda um að flytja fyrr út ef hann gæti og gerði leigjandi það. Auk þess er áskilið í húsaleigulögum að leigusali tilkynni leigjanda það sérstaklega innan 30 daga frá sölu fasteignar ef fasteign er seld. Sú tilkynning hafði aldrei verið send leigjanda. Í dómi héraðsdóms var leigjandinn því ekki talinn þurfa að greiða umræddar leigugreiðslur.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 13. júní 2008 í máli nr. E-1231/2008

Númer dóms: 

E-1231

Ártal dóms: 

2008