Mál nr. E-1363/2014

Efni dóms: 

Leigusali höfðaði málið vegna vanefnda leigutaka. Leigutaki hafði flutt inn í íbúðina í maí 2013 en enginn skriflegur leigusamningur var gerður. Af 10. gr. húsaleigulaga leiddi því að samningur aðila væri ótímabundinn og var uppsagnarfrestur því sex mánuðir. Í mars 2014 flutti leigutaki hins vegar út úr íbúðinni án tilkynningar en leigusali fékk þó ekki umráð hennar aftur fyrr en í júní það sama ár. Af þeim sökum krafðist leigusali þess að fá greiðslu fyrir mars, apríl, maí og júní en leigutaki hafði ekki greitt fyrir þann tíma. Leigusali krafðist þess einnig að leigutaki greiddi honum 150.000 krónur vegna málunar á húsnæðinu og fleiri atriða er snéru að viðhaldi. Í dómi héraðsdóms var fallist á kröfu leigusala um greiðslu á fjögurra mánaða leigugreiðslum en kröfu hans um viðhaldskostnað var hafnað, enda er það hlutverk leigusala að greiða fyrir viðhald á eigninni. Leigusali hafði ekki sýnt fram á að málun væri vegna skemmda af völdum leigutaka, enda hafði engin úttekt farið fram í upphafi leigutíma eða við lok hans.

DÓMUR Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 8. maí 2015 í máli nr. E-1363/2014

Númer dóms: 

E-1363

Ártal dóms: 

2014