Mál nr. E-1594/2009

Efni dóms: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. apríl 2008 til 15. apríl 2012 án uppsagnarákvæðis. Hinn 29. desember 2008 sendi leigjandinn bréf til leigusala og sagðist ekki geta leigt íbúðina lengur en til 1. febrúar 2009 vegna breyttra fjárhagslegra aðstæðna í kjölfar bankahrunsins. Leigusali hafnaði því að segja upp samningi aðila með slíkum fyrirvara og krafðist áframhaldandi leigugreiðslna. Leigjandi fór fram á riftun og lagði m.a. fram vottorð frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar. Sagði leigjandi þar vera vísað til óíbúðarhæfs ástands íbúðarinnar og að fúkkalykt væri í íbúðinni. Í dómi héraðsdóms var því hafnað að umrætt vottorð bæri það með sér, enda ekki annað sem fram kæmi í vottorðinu en að eðlilegt viðhald væri æskilegt í náinni framtíð. Riftun var því hafnað og einnig uppsögn með svo stuttum fyrirvara sem leigjandi fór fram á. Leigusali var því talinn eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti samningsins og var leigjanda gert að greiða leigusala fullt leigugjald fyrir þann tíma.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2010 í máli nr. E-1594/2009

Númer dóms: 

E-1594

Ártal dóms: 

2009