Mál nr. E-2039/2014

Efni dóms: 

Leigutaki tók á leigu stúdíóíbúð sem sögð var 30 - 40 fermetrar en síðar kom í ljós að íbúðin var einungis 14 fermetrar að stærð og rifti leigutaki samningnum af þeim sökum vegna verulegra vanefnda. Kærunefnd húsamála hafði komist að þeirri niðurstöðu að sú riftun væri heimil með vísan til 60. gr. húsaleigulaga. Leigusali höfðaði mál í kjölfarið og krafðist þess að riftunin yrði dæmd ólögmæt. Í dómi héraðsdóms var stærðarfrávik íbúðarinnar ekki talið svo verulegt að slíkt gæti réttlætt riftun, enda hefði leigutaki fengið að skoða íbúðina í tvígang áður en samningar voru undirritaðir og gat stærð íbúðarinnar í fermetrum því ekki talist vera ákvörðunarástæða fyrir gerð samningsins.   Var leigutaka gert að greiða leigusala húsaleigu út samningstímann.   

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2015 í máli nr. E-2039/2014

Númer dóms: 

E-2039

Ártal dóms: 

2014