Mál nr. E-244/2008

Efni dóms: 

Aðilar höfðu gert leigusamning í ágúst 2001 en að morgni 25. maí 2002 kom upp eldur í íbúðinni. Leigjandi slasaðist mikið vegna eldsins og var lengi að jafna sig eftir afleiðingar hans. Höfðaði leigjandi mál gegn leigusala þar sem hann taldi bruna- og neyðarvörnum íbúðarinnar hafa verið áfátt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá Eldvarnareftirliti Slökkviliðs Reykjavíkur um að bæta úr þeim. Krafðist leigjandi því skaðabóta úr hendi leigusala. Leigusali taldi sig hins vegar ekki eiga neina sök á eldsvoðanum, heldur hafi leigjandinn sjálfur átt sök þar sem eldurinn átti upptök sín við eldavél íbúðarinnar, en leigjandinn hafði notað eldavélina skömmu áður. Fyrir lá að brunavarnarkerfi hússins hafði verið yfirfarið og þjónustað lögum samkvæmt auk þess sem áfengismagn í blóði leigjanda var nokkurt þegar eldsvoðinn varð. Taldi héraðsdómari leigusala þannig ekki hafa getið komið í veg fyrir eldsvoðann eða afleiðingar hans. Brunavarnarkerfi hússins hafi verið í lagi og greiðfært út úr íbúðinni. Var skaðabótakröfu leigjanda af þeim sökum hafnað.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 24. mars 2009 í máli nr. E-244/2008

Númer dóms: 

E-244

Ártal dóms: 

2008