Mál nr. E-2535/2007

Efni dóms: 

Leigjandi leigði 20fm herbergi af leigusala og gerðu aðilar ótímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2005. Leigufjárhæð var ákveðin 20.000 kr. og átti að greiðast mánaðarlega. Tveimur vikum síðar var umræddum leigusamningi þinglýst. Fyrstu fjóra mánuði leigutímabilsins greiddi leigjandi en fór síðan í vanskil. Engar greiðslur bárust frá júní 2005 og til nóvember 2006, fyrir utan 30.000 kr. innborgun í október 2005. Leigjandi hélt því fram að hún og umboðsmaður leigusala hafi búið saman í íbúðinni. Umboðsmaður þessi var jafnframt stjórnarmaður leigusala, sem er lögaðili. Umræddur leigusamningur hafi einungis verið gerður til málamynda svo leigusali gæti ekki úthýst henni án fyrirvara ef samband þeirra tæki skjótan endi. Þessa frásögn staðfestu vitni í málinu. Leigusali hafnaði þessu og sagði samninginn hafa verið gerðan til þess að tryggja leigugreiðslur, þó umboðsmaður sinn hafi vissulega á sínum tíma verið í sambandi með leigjanda. Leigjanda tókst ekki að sanna að umræddur leigusamningur hefði verið til málamynda og því var honum talið skylt að standa skil á greiðslum vegna tímabilsins júní 2005 – nóvember 2006, samkvæmt kröfu leigusala.

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2008 í máli nr. E-2535/2007

Númer dóms: 

E-2535

Ártal dóms: 

2007