Mál nr. E-2587/2015

Efni dóms: 

Leigusali höfðaði mál vegna vangoldinnar húsaleigu. Um var að ræða húsaleigusamning sem hafði verið rift af leigusala vegna vanskila leigutaka, en leigutaki hafði ekki greitt leigufjárhæð vegna óánægju með vanrækslu leigusala á viðhaldi. Leigusali hafnaði því hins vegar að um vanrækslu væri að ræða og taldi sig hafa staðið við öll þau loforð sem hann hafði veitt og lagfært allt það sem leigutaki taldi vera að húsnæðinu. Af þeim sökum rifti leigusali, að undangenginni greiðsluáskorun, þegar leigutaki hafði ekki greitt húsaleigu einn mánuðinn. Í kjölfarið fékk leigusali útburðargerð á hendur leigutaka og krafðist með þessu máli þeirrar leigufjárhæðar sem til hafði fallið á þeim tíma er leið þar til hún var framkvæmd. Þar sem leigutaka tókst ekki að sýna fram á að leigusali hefði vanrækt skyldur sínar var honum gert að greiða leigusala fyrir afnot sín af húsnæðinu en ekki var fallist á allar kröfur leigusala þar sem ekki taldist sannað að hann hafi brugðist strax við og reynt að útvega nýjan leigutaka þegar íbúðin var orðin tóm. Leigutaka var því ekki gert að greiða fyrir nema þann tíma þann tíma sem hann var í íbúðinni, en ekki þann tíma sem leið þegar íbúðin var tóm og mannlaus því leigusala hefði verið í lófa lagið að finna aðra leigjendur strax.

Númer dóms: 

2587

Ártal dóms: 

2015