Mál nr. E-3035/2005

Efni dóms: 

Aðilar gerðu með sér skriflegan tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2004 til 30. september 2004, en áður hafði verið í gildi munnlegur samningur milli aðila og hafði leigjandi því búið í íbúðinni áður en hinn skriflegi samningur var gerður. Í málinu hélt leigjandi því fram að á grundvelli munnlegs samkomulags frá árinu 2002 væri henni heimilt að rýma íbúðina fyrirvaralaust ef persónulegar ástæður krefðust þess og að hún fengi þá jafnframt endurgreitt það tryggingarfé sem hún hafði greitt til leigusala. Þegar leigjandi þurfti að losa íbúðina á grundvelli persónulegra ástæðna fór leigusali fram á að hún myndi útvega honum annan leigjanda til að taka við íbúðinni. Leigjandinn auglýsti því íbúðina og gaf leigusala lista yfir fjóra mögulega leigjendur. Leigjandi greiddi síðan leigu fyrir mars 2004 en flutti út 15. þess mánaðar. Krafðist leigjandi þess þá að fá tryggingarfé sitt endurgreitt, enda voru aðrir leigjendur tilbúnir að taka við íbúðinni og greiða leigusala sömu tryggingu. Leigusali hafnaði því alfarið að munnlegt samkomulag hefði átt sér stað og hélt því fram að tímabundnum leigusamningi yrði ekki sagt upp nema vegna sérstakra aðstæðna sem kæmu þá fram í leigusamningi aðila. Engir slíkir fyrirvarar voru í samningi aðila og taldi leigusali samninginn því gilda til 30. september 2004. Leigjandi hafði greitt leigu út mars auk tryggingar sem nam tveggja mánaða leigugjaldi. Þar sem ósannað var að munnlegt samkomulag aðila hafi átt sér stað og þar sem leigusali hafði einungis krafist þess að fá að halda eftir tryggingafé, en ekki krafist greiðslu fyrir allt leigutímabilið, var kröfum leigjanda hafnað og stefnandi talinn eiga rétt á umræddu tryggingarfé.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars í máli nr. E-3035/2005

Númer dóms: 

E-3035

Ártal dóms: 

2005