Mál nr. E-4341/2013

Efni dóms: 

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning þar sem kveðið var á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Leigjandi sagði upp samningnum 1. janúar 2013 og yfirgaf íbúðina 1. febrúar sama ár. Aðilar deildu m.a. um það hvort samkomulag hefði orðið á milli þeirra um að leigjanda væri heimilt að yfirgefa íbúðina á þeim tímapunkti, en leigusali hafnaði því að slíkt samkomulag hafi verið gert þvert á yfirlýsingar leigjanda. Leigjandi sagðist hafa tekið eftir myglu í íbúðinni og taldi að hún væri heilsuspillandi. Þess vegna taldi hún sig hafa átt rétt á að yfirgefa íbúðina 1. febrúar 2013. Byggingarfulltrúi gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti hann að myglu hafi verið að finna, en sagði þó að sú mygla væri ekki heilsuspillandi. Byggingarfulltrúinn taldi íbúðina enn fremur ekki hafa verið þrifna í samræmi við þær kröfur sem gera má til leigjenda þegar þeir skila af sér leiguhúsnæði. Leigjandi sagðist hafa hætt þrifum um leið og hann tók eftir umræddri myglu, en að leigusali væri nú að nota það gegn sér að þrifin hafi verið ófullnægjandi. Leigjandi hafnaði greiðsluskyldu vegna þrifa á íbúðinni og einnig kröfu leigusala um greiðslu leigugjalds út samningstíma þar sem myglan væri næg ástæða til riftunar leigusamnings í skilningi 3. tl. 60. gr. húsaleigulaga. Héraðsdómari féllst ekki á það og var leigjandi dæmdur til þess að greiða húsaleigu út samningstímann, enda myglan smávægileg. Kröfum leigusala um greiðslu kostnaðar vegna þrifa var hins vegar hafnað, enda var hún engum gögnum studd.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 6. júní 2014 í máli nr. E-4341/2013.

 

Númer dóms: 

E-4341

Ártal dóms: 

2013