Mál nr. E-5043/2014

Efni dóms: 

Leigutaki höfðaði mál gegn leigusala vegna ástands húsnæðis, sem leigutaki taldi vera óíbúðarhæft og heilsuspillandi. Eftir að leigutaki flutti inn í húsnæðið vaknaði grunur um að myglusveppur gæti verið í húsnæðinu og voru viðeigandi aðilar fengnir til þess að meta ástand húsnæðisins. Niðurstaða þess mats var í stuttu máli sú að húsnæðið væri heilsuspillandi. Leigutakinn flutti þá úr húsnæðinu en var þá búinn að greiða 625.000 krónur í húsaleigu frá upphafi leigutíma. Leigutaki gerði þá kröfu í málinu að sér yrði endurgreidd húsaleigan að fullu auk kostnaðar við kaup á nýrri búslóð, enda hefðu rannsóknir sýnt að myglusveppur væri í húsgögnum hans. Niðurstaða málsins varð sú að leigutaki fékk húsaleiguna endurgreidda að fullu, en ekki var fallist á að búslóðin væri ónýt eins og leigutaki hélt fram. Af þeim sökum var leigutaka einungis dæmdur kostnaður vegna þrifa á búslóðinni, alls 560.000 krónur samkvæmt mati matsmanna. Alls var leigusala því gert að greiða leigutaka 1.185.000 krónur.
 

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 12. október 2015 í máli nr. E-5043/2014

Númer dóms: 

E-5043

Ártal dóms: 

2014