Mál nr. E-570/2010

Efni dóms: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. maí 2007 til 1. október 2012. Húsnæðið þarfnaðist lagfæringa en síðar á leigutímanum kom í ljós að húsið var óíbúðarhæft. Leigusali var talinn hafa vitað af því þegar samningur var gerður við leigjanda og taldi leigjandinn því forsendur fyrir leigusamningi aðila brostnar. Leigjandinn taldi sig aldrei hafa skrifað undir samninginn ef hann hefði vitað af ástandi húsnæðisins. Þrátt fyrir að ákveðin aðgæsluskylda væri á leigjendum þegar þeir taka við leiguhúsnæði var ekki talið að leigjandi ætti að missa neinn rétt vegna þess. Kröfum leigusala um greiðslu leigugjalds var því hafnað og var leigjanda talið heimilt að víkja frá samningi með hliðsjón af ógildingareglum samningalaga þar sem leigusali hafði beitt hann blekkingum.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí í máli nr. E-570/2010

Númer dóms: 

E-570

Ártal dóms: 

2010