Mál nr. E-78/2011

Efni dóms: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til níu mánaða og var leiguverð 75.000 kr. á mánuði auk þess sem leigjandi átti að greiða tryggingu að fjárhæð 250.000 kr. Leigjandi stóð við leigugreiðslur fyrstu fimm mánuðina en lagði ekki fram umsamda tryggingu. Á sama tíma vildi leigjandi losna frá samningnum og flytja úr íbúðinni en leigusali hafnaði því nema aðrir leigjendur kæmu í hans stað. Það gekk ekki eftir og hætti leigjandi að greiða leigu til leigusala. Leigusali höfðaði mál fyrir héraðsdómi til þess að fá leiguverð greitt út samningstímann, eða fyrir alls fjóra mánuði. Í dómi héraðsdóms var tekið undir málsástæður leigusala og leigjanda dæmt að greiða honum leigugreiðslur út samninginn, eða alls 300.000 kr. auk málskostnaðar.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 4. janúar 2012 í máli nr. E-78/2011

Númer dóms: 

E-78

Ártal dóms: 

2011