Mál nr. E-8/2009

Efni dóms: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 5. febrúar 2008 til 5. febrúar 2009 en 1. nóvember 2008 var leigjandinn fluttur út og nýr leigjandi tekinn við samningnum. Leigusali krafðist upphaflega greiðslu leigufjár fyrir september, október, nóvember og desember. Undir rekstri málsins féll hann þó frá hluta kröfunnar og krafðist greiðslu vegna september og október. Leigjandinn sagðist hafa gert samning við leigusala þar sem honum væri heimilt að flytja út 5. október 2008 og að samningur aðila myndi þá falla niður. Leigjandinn ætti þá að greiða 95.000 kr. sem væri lokagreiðsla milli aðila, en það væri m.a. vegna annmarka á íbúðinni. Leigusali sagði engan slíkan samning hafa verið gerðan og krafðist fullrar leigu fyrir september og október, þrátt fyrir að leigjandi hefði flutt út fyrir lok október mánaðar – enda lá ekki fyrir hvenær það hefði verið. Leigugjald var 200.000 kr. á mánuði og var leigjandanum gert að greiða leigusala 305.000 kr. til leigusala, en 95.000 kr. höfðu þegar verið greiddar. Leigjandanum tókst þannig ekki að sanna að samningur um lokagreiðslu hafi verið gerður og var því gert að greiða fulla leigu til 1. nóvember, þegar annar leigjandi tók við samningnum.

D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 16. október 2009 í máli nr. E-8/2009

Númer dóms: 

E-8

Ártal dóms: 

2009